Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júní 2019 10:36
Oddur Stefánsson
Kári Árna kynntur hjá Víkingi í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fotbolta.net verður Kári Árnason kynntur sem leikmaður Víkings í dag.

Kári hefur leikið með liðum eins og Malmö í Svíþjóð, Aberdeen í Skotlandi og Rotherham í Englandi svo nokkur séu nefnd.

Kári var nánast kominn í Víkina áður en hann ákvað að taka eitt ár í Tyrklandi og spilaði þar með Gençlerbirli?i S.K.

Kári, sem hefur verið að æfa með Víkingi í vikunni, er án vafa einn traustasti landsliðsmaður okkar Íslendinga og hefur hann verið algjör klettur í hjarta varnarinnar.

Vörnin hjá Víkingum hefur verið í smá basli þar sem þeir eru búnir að fá á sig 14 mörk í átta leikjum í deildinni.

Víkingar eru ekki fyrir það að pakka í vörn og vilja verjast á færri mönnum og sækja hratt á önnur lið og það verður spennandi að sjá hvernig Kári passar inn í það.

Uppfært:
Knattspyrnudeild Víkings hefur boðað til fréttamannafundar í Víkinni í dag kl. 15:30.
Athugasemdir
banner
banner