Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. júní 2019 12:30
Elvar Geir Magnússon
Vilja fjögur vatnshlé í leikjum Afríkukeppninnar
Siggi Dúlla, liðsstjóri Íslands, er alltaf með nóg af vatni.
Siggi Dúlla, liðsstjóri Íslands, er alltaf með nóg af vatni.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Leikmannasamtökin Fifpro telja að gera eigi fjögur vatnshlé í leikjum Afríkukeppninnar. Mótið fer af stað í kvöld þegar gestgjafarnir í Egyptalandi leika opnunarleik gegn Simbabve.

Knattspyrnusamband Afríku hyggst vera með tvö vatnshlé í hverjum leik í keppninni en Fifpro vill tvöfalda þann fjölda.

Spáð er að hitastigið muni ná upp í allt að 40 gráður meðan á mótinu stendur.

„Heilsa og öryggi leikmanna verða að koma í fyrsta sæti," segir Fifpro.

Áætlað er að vatnshlé verði á 30. og 70. mínútu en Fifpro vill einnig hlé á 15. og 60. mínútu.

Sjö af leikjum riðlakeppninnar verða í Kaíró, Alexandríu og Súes en þær borgir eru á heitustu og rökustu svæðum landsins.

Fifpro vill einnig að knattspyrnusamband Afríku skoði það að færa til leiki sem eiga að vera leiknir þegar hitinn er sem mestur.
Athugasemdir
banner
banner
banner