Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. júní 2020 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Cardiff í baráttu um sæti í umspili
Junior Hoilett skoraði fyrir Cardiff
Junior Hoilett skoraði fyrir Cardiff
Mynd: Getty Images
Cardiff City 2 - 0 Leeds
1-0 Junior Hoilett ('35 )
2-0 Robert Glatzel ('71 )

Það er enn von fyrir Cardiff City að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið lagði Leeds United að velli á Cardiff City-leikvanginum í dag, 2-0.

Kanadíski leikmaðurinn Junior Hoilett kom Cardiff á bragðið á 35. mínútu með laglegu vinstri fótar skoti áður en flautað var til hálfleiks.

Robert Glatzel gerði þá sjötta mark sitt á leiktíðinni er hann tvöfaldaði forystu Cardiff á 71. mínútu.

Von Cardiff lifir því góðu lífi en liðið er með 57 stig í 7. sæti eftir 38 leiki eða janfmörg stig og Preston sem er einu sæti ofar. Leeds tapaði á meðan mikilvægum stigum í toppbaráttunni en liðið er með 71 stig og situr í 2. sæti.

Það var þá minnst Peter Wittingham fyrir leik en þessi fyrrum leikmaður Cardiff lést í slysi í mars. Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sýndi stuðning á Twitter en þeir léku saman í átta ár hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner