sun 21. júní 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómarinn gaf Valgeiri gult fyrir leikaraskap: Hann á að fá aukaspyrnu
Valgeir átti frábæran leik gegn KR í gær.
Valgeir átti frábæran leik gegn KR í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Valgeir Valgeirsson hefur farið á kostum í upphafi móts í Pepsi Max-deildinni.

Hann var maður leiksins þegar HK vann mjög svo óvæntan sigur KR í deildinni í gær.

Valgeir skoraði á 44. mínútu, en stuttu áður hafði hann fengið gult spjald fyrir 'leikaraskap'. Jóhann Ingi Jónsson gaf honum gult spjald, en það var ekki réttur dómur að mati Reynis Leóssonar, sérfræðings í Pepsi Max tilþrifunum.

„Þetta er aldrei leikaraskapur," sagði Reynir, en Kristinn Jónsson virðist stíga á fótinn á Valgeiri áður en hann féll. „Hann á í raun og veru að fá aukaspyrnu þaðan."

Kjartan Atli Kjartansson, sem stjórnar þættinum, sagði svo: „Hann skorar svo tveimur mínútum síðar. Í staðinn fyrir að taka pirring út og vera reiður, þá fór hann og svaraði með því að skora."

Valgeir er gríðarlega efnilegur og klárlega spennandi að fylgjast með hvað hann mun gera í framtíðinni. Valgeir meiddist í leiknum í gær og var talað um það í þættinum á Stöð 2 Sport í kvöld að hann yrði frá í tvær vikur.

Athugasemdir
banner
banner