Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. júní 2020 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Everton komst nálægt því að vinna Liverpool
Tom Davies átti skot í stöngina.
Tom Davies átti skot í stöngina.
Mynd: Getty Images
Everton 0 - 0 Liverpool

Niðurstaðan var markalaust jafntefli þegar Everton tók á móti Liverpool í nágrannaslag. Það verður bara að segjast að þetta var hundleiðinlegur nágrannaslagur.

Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á bekknum hjá Everton og var því fagnað af stuðningsmönnum Everton á samfélagsmiðlum, en Gylfi er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum félagsins eftir slaka frammistöðu á þessu tímabili. Gylfi kom inn á sem varamaður þegar klukkutími var liðinn af leiknum.

Liverpool stjórnaði ferðinni en það var lítið sem ekkert að frétta í sóknarleik þeirra. Tom Davies fékk líklega besta færi leiksins þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dominic Calvert-Lewin átti hælspyrnu sem Alisson varði, en frákastið datt fyrir Davies sem átti skot í stöngina.

Liverpool var með yfirburði, en Davies var hættulega nálægt því að tryggja Everton sinn fyrsta sigur á Liverpool í tíu ár.

Eftir þennan leik er Liverpool með 23 stiga forystu á Manchester City. Þeir eiga ekki möguleika á því að verða sófameistarar á morgun yfir leik Manchester City og Burnley. Þeir hefðu mögulega getað orðið það með sigri í dag. Everton er í 12. sæti með 38 stig.
Athugasemdir
banner
banner