Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. júní 2020 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn um mánuður í að Kristján Gauti spili með FH
Kristján Gauti Emilsson.
Kristján Gauti Emilsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Gauti Emilsson tók óvænt fram skóna fyrr í mánuðinum og samdi við FH.

Kristján Gauti er 27 ára en hann hætti óvænt í fótbolta 23 ára þegar hann var hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Persónulegar ástæður voru sagðar liggja að baki en hann hefur aldrei tjáð sig opinberlega um málið.

Kristján Gauti var feykilega mikið efni á sínum tíma og fór ungur í Liverpool þar sem hann lék fyrir yngri lið félagsins.

Hann lék síðast fyrir FH 2014 þegar hann skoraði fimm mörk í níu leikjum í efstu deild.

Kristján Gauti hefur ekki enn verið í hóp hjá FH og Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, segir að hann þurfi enn 3-4 vikur til að komast í fótboltastand.

„Hann þarf að fá svona 3-4 vikur til að komast í fótboltastand og við tökum stöðuna þegar hann er búinn að æfa í 3-4 vikur. Það kemur allt í ljós," sagði Ólafur eftir 2-1 sigur á ÍA í kvöld.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Óla frá í kvöld.
Óli Kristjáns: Staðan í deildinni er bara augnabliksmynd
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner