Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. júní 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe: Verra að spila á heimavelli
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Bournemouth, var svekktur í gærkvöldi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Crystal Palace í lokaleik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Luka Milivojevic og Jordan Ayew skoruðu mörk gestanna í fyrri hálfleik.

Howe segir forskotið sem er að spila á heimavelli alveg vera farið þar sem engir áhorfendur eru leyfðir. Hann segir það í raun verra að spila á heimavelli heldur en útivelli.

„Á þessum velli hjálpar andrúmsloftið virkilega mikið og sérstaklega þegar þarf að elta eins og í leiknum í dag. Sögulega hafa stuðningsmenn okkar hjálpað leikmönnum þegar kemur að frammistöðu sinni," sagði Howe í viðtali eftir leikinn í gær.

„Mark frá okkur hefði breytt leiknum en það kom aldrei. Mín tilfinning er það sé núna verra að vera heimaliðið heldur en gestaliðið. Fyrir mér er enginn vafi á því. Vonandi virkar það eins á heimaliðið þegar við mætum næst á útivöll."

„Í dag byrjuðum við illa og töpuðum þess vegna. Aukaspyrna Luka var mjög góð en við erum svekktir að fá hana okkur. Palace er mjög erfitt lið að spila á móti,"
sagði Howe að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner