Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 21. júní 2020 22:59
Stefán Marteinn Ólafsson
Jónatan Ingi: Mér fannst ég samt líka getað gert fullt betur
Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH
Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tók á móti ÍA í kvöld á Kaplakrikavelli þegar 2. umferð Pepsi Max deildar karla kláraðist. Fyrir leikinn voru bæði lið með þrjú stig eftir sigur í fyrstu umferð og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Jónatan Ingi Jónsson FH yfir og eftir það varð þetta í raun aldrei spurning og FH sigraði í leiknum, 2-1.

„Þetta var erfiður leikur og við tókum þrjú stig, erum búnir að taka núna sex stig út tveimur erfiðum leikjum og það er bara mjög jákvætt." Sagði Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH og maður leiksins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 ÍA

„ Ég held við höfum verið þolinmóðir, 0-0 í hálfleik og síðan náðum við inn tveimur góðum mörkum og það hefði verið gott að fá þriðja markið en ÍA voru sterkir í dag og það er mjög sterkt að fá þrjú stig." 

ÍA fékk vítaspyrnu rétt fyrir lok leiks og viðurkennir Jónatan Ingi að það hafi smá stress farið um hópinn þegar Tryggvi Hrafn minkar muninn úr spyrnunni.
„Já, mér fannst við kannski aðeins missa fókusinn á þeim kafla leiksins og auðvitað hefðum við viljað halda hreinu og það er fullt sem við getum bætt og þetta er eitt að því sem við höfum þurft að bæta en það er bara að klára leiki." 

Jónatan Ingi var valinn maður leiksins og var að vonum sjálfur ánægður með eigin frammistöðu.
„Já, mér fannst ég gera ágætlega í dag en mér fannst ég samt líka getað gert fullt betur en ég er aðalega ánægður með að við höfum getað unnið leikinn, það skiptir mestu máli." 

„Óli leggur þetta allt mjög vel upp og við vissum alveg hvar okkar styrkleikar liggja og hvað við vildum reyna gera og mér fannst við gera það bara ágætlega, fáum einhver færi sem fara ekki inn og svo skorum við tvö góð mörk þannig þetta var bara mjög gott."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner