sun 21. júní 2020 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Kyssti boltann þegar hann sá að hann væri að vinna
Diddi kyssir boltann í lok leiks í gær.
Diddi kyssir boltann í lok leiks í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hrannar Björnsson, Diddi, markvörður HK hélt hreinu þegar liðið vann óvæntan 0 - 3 sigur á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjólinu í gærkvöldi.

Arnar Freyr Ólafsson markvörður liðsins meiddist í fyrstu umferðinni gegn FH og Sigurður Hrannar kom inn í hans stað. Hann byrjaði svo leikinn gegn KR í gær

Undir lok leiksins þegar Diddi hafði varið næst síðasta skot KR í leiknum kyssti hann svo boltann enda orðið ljóst að hann var að halda hreinu og liðið að vinna leikinn.

„Þetta er bara ólýsanleg tilfinning, ætla ekki að ljúga það var ágætis fiðringur í manni fyrir leik en ég held það sé bara eðlilegt, bara mikilvægt að stilla hausinn rétt og koma kaldur inn í þessar aðstæður," sagði Diddi við Arnar Laufdal Arnarsson fréttamann Fótbolta.net eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner