Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 21. júní 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane segist hafa verið of indæll við fólk
Roy Keane og Sir Alex Ferguson með Englandsmeistaratitilinn.
Roy Keane og Sir Alex Ferguson með Englandsmeistaratitilinn.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, heldur því fram að hann hafi stundum verið of mjúkur á leikmannaferli sínum.

Sem leikmaður var Keane með það orðspor á sér að vera harðhaus; að vera harður í horn að taka. Í viðtali við Independent í Írlandi segir hann hins vegar:

„Stundum var ég of harður. Stundum var ég of mjúkur. Ef ég horfi gagnrýninn til baka á feril minn - og fólk trúir þessu örugglega ekki - en ég held að ég hafi stundum verið of indæll við fólk."

„Fólk stakk mig beint í bringuna. Ekki í bakið því ég var of indæll við það," segir Keane sem nafngreinir ekki neinn sérstaklega.

Keane hefur ávallt verið óhræddur við að láta í ljós skoðun sína; sem leikmaður, sem knattspyrnustjóri og sem sérfræðingur í sjónvarpi. Hann var sérfræðingur yfir leik Tottenham og Manchester United síðasta föstudag og lét þá í sér heyra í hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner