Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. júní 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Sjáðu snoturt mark Sigurðar Egils gegn Gróttu í gær
Siggi í leiknum í gær.
Siggi í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Valur krækti í sín fyrstu þrjú stig í Pepsi Max-deildinni í gær þegar liðið lagði Gróttu á útivelli, 0-3. Þetta er annað þriggja marka tap Gróttu í fyrstu tveimur umferðunum.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu Kaj Leó í Bartalstovu. Kaj Leó skoraði svo sjálfur annað mark leiksins eftir undirbúning frá Aroni Bjarnasyni.

Það var svo Sigurður Egill Lárusson sem innsiglaði sigurinn þegar hann átti skot yfir Hákon Rafn Valdimarsson, markvörð Gróttu, eftir sendingu frá Einari Karli Ingvarrsyni Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Þá má að auki sjá viðtal við sjálfan Sigurð Egil en hann var spurður út í markið í viðtali eftir leik.

Lestu nánar um leikinn.

Sjá einnig:
Sigurður Egill: Flott eða ekki, ég vil bara skora mörk


Sigurður Egill: Flott eða ekki, ég vil bara skora mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner