Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 21. júní 2020 14:25
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Celta Vigo lék sér að Alaves
Rafinha skoraði tvö mörk á tveimur mínútum
Rafinha skoraði tvö mörk á tveimur mínútum
Mynd: Getty Images
Celta 6 - 0 Alaves
1-0 Jeison Murillo ('14 )
2-0 Iago Aspas ('20 , víti)
3-0 Rafinha ('40 )
4-0 Rafinha ('42 )
5-0 Nolito ('78 , víti)
6-0 Santi Mina ('86 )
Rautt spjald: Martin Aguirregabiria, Alaves ('27)

Celta Vigo bauð upp á sex marka veislu er liðið kjöldró Deportivo Alaves 6-0 í spænsku deildinni í dag. Rafinha gerði tvö mörk á tveggja mínútna kafla.

Kólumbíski varnarmaðurinn Jeison Murillo ákvað að opna veisluna með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf á 14. mínútu áður en Iago Aspas tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu sex mínútum síðar.

Martin Aguirregabiria gerði liðsfélögum sínum grikk er hann fékk að líta rauða spjaldið á 27. mínútu. Rafinha gerði svo út um leikinn undir lok fyrri hálfleiksins með tveimur mörkum.

Bæði mörkin voru afar falleg. Hann skoraði á 40. mínútu með góðu skoti rétt fyrir utan teig. Alaves tapaði boltanum fljótlega eftir miðju og brunuðu leikmenn Vigo í sókn. Alaves tókst að hreinsa boltann en þó ekki lengra en á Rafinha sem tók boltann á lofti og skoraði.

Í þeim síðari bættu heimamenn við tveimur mörkum til viðbótar en Nolito skoraði úr víti á 78. mínútu og átta mínútum síðar kláraði Santi Mina dæmið. Lokatölur 6-0 og stór sigur fyrir Celta sem er í 1. sæti með 30 stig á meðan Alaves er í 13. sæti með 35 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner