Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. júní 2020 15:22
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Norrköping áfram á sigurbraut - Arnór byrjaði í jafntefli
Ísak Bergmann og hans menn í Norrköping hafa unnið alla sína leiki
Ísak Bergmann og hans menn í Norrköping hafa unnið alla sína leiki
Mynd: Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson og hans menn í Norrköping unnu þriðja leikinn í röð í sænsku úrvalsdeildinni er liðið vann 3-0 sigur á meisturunum í dag.

Ísak, sem er einn efnilegasti leikmaður Íslands, byrjaði á bekknum gegn Djurgården í dag. Djurgården vann sænsku deildina á síðustu leiktíð en liðið fékk skell í dag.

Ísak kom inná sem varamaður á 61. mínútu og tókst að ná sér í gult spjald tíu mínútum síðar. Öruggur 3-0 sigur og liðið unnið alla sína leiki en meistararnir hafa tapað tveimur og aðeins unnið einn.

Arnór Ingvi Traustason var þá í byrjunarliði Malmö í 2-2 jafnteflinu gegn nýliðum Varbergs BoIS. Sören Rieks kom Malmö yfir áður en gestirnir jöfnuðu en Anders Christiansen gerði Malmö erfitt fyrir er hann fékk tvö gul á tveimur mínútum og þar með rautt.

Arnór fór af velli á 68. mínútu leiksins. Þetta var annar leikur hans í deildinni en hann kom inná í 1-1 jafnteflinu gegn Häcken í síðustu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner