Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 16:29
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Völsungur vann toppslaginn - Afturelding stopp
Mynd: Raggi Óla
Mikil spenna er að færast í toppbaráttu 2. deildar karla þar sem Afturelding heldur áfram að missa niður forystuna.

Afturelding tapaði í dag toppslagnum gegn Völsungi og er aðeins búið að fá sex stig af síðustu fimmtán mögulegum.

Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir í Mosfellsbæ en Elvar Baldvinsson jafnaði fyrir leikhlé. Travis Nicklaw gerði svo sigurmark Húsvíkinga í síðari hálfleik.

Afturelding er sem fyrr á toppnum en Völsungur er í öðru sæti, einu stigi eftirá.

Botnlið Hugins náði þá jafntefli við Þrótt Vogum. Þróttur er aðeins búinn að næla sér í tvö stig af síðustu fimmtán mögulegum.

Afturelding 1 - 2 Völsungur
1-0 Andri Freyr Jónasson ('30)
1-1 Elvar Baldvinsson ('41)
1-2 Travis Nicklaw ('76)

Huginn 1 - 1 Þróttur V.
0-1 Viktor Smári Segatta ('41)
1-1 Nenad Simic ('58)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner