Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. júlí 2018 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Fimmtán mörk í tveimur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þrenna frá Jóhanni var ekki nóg.
Þrenna frá Jóhanni var ekki nóg.
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Það voru tveir leikir á dagskrá í þriðju deildinni í dag og er þeim báðum lokið. Einherji mætti KFG í átta marka leik á meðan sjö mörk voru skoruð er Augnablik fékk KF í heimsókn.

Þrenna frá Jóhanni Ólafi Jóhannssyni nægði ekki þegar KFG heimsótti Einherja.

Jóhann skoraði fyrsta mark leiksins en Einherji var kominn í 3-1 fyrir leikhlé þökk sé tvennu frá Gunnlaugi Bjarnari Baldurssyni og þrennu frá hinum sískorandi Núma Kárasyni.

Augnablik komst þá þremur mörkum yfir gegn KF í ótrúlega dramatískum leik. Heimamenn voru í 3-0 þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Halldór Logi Hilmarsson hrökk þá í gang og setti tvennu á tíu mínútum, áður en Austin Diaz jafnaði á 90. mínútu.

Guðjón Máni Magnússon skemmdi þó endurkomuna ótrúlegu með sigurmarki í uppbótartíma.

KFG og Einherji eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar á meðan Augnablik og KF eru í neðri hlutanum, þokkalega langt frá fallsvæðinu.

Einherji 5 - 3 KFG
0-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('8)
1-1 Númi Kárason ('10)
2-1 Númi Kárason ('28)
3-1 Gunnlaugur Bjarnar Baldursson ('36)
4-1 Númi Kárason ('69)
4-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('87)
5-2 Gunnlaugur Bjarnar Baldursson ('90)
5-3 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('90)

Augnablik 4 - 3 KF
1-0 Páll Olgeir Þorsteinsson ('42)
2-0 Guðjón Gunnarsson ('49)
3-0 Hreinn Bergs ('61)
3-1 Halldór Logi Hilmarsson ('73)
3-2 Halldór Logi Hilmarsson ('83)
3-3 Austin Diaz ('90)
4-3 Guðjón Máni Magnússon ('93)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner