Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 18:28
Gunnar Logi Gylfason
4. deild: Fyrsti sigur Geisla - Hörð toppbarátta í C-riðli
Patrik Elí (t.v.) skipti yfir í Álafoss í glugganum
Patrik Elí (t.v.) skipti yfir í Álafoss í glugganum
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Nokkrir leikir hafa farið fram í 4.deildinni í dag.

Leik KFS og Álafossar er lokið en leikið var í Vestmannaeyjum.

Fyrri leikur liðanna endaði með óvæntum sigri Mosfellinganna en annað var uppi á teningnum í dag. Eyjamenn voru 1-0 yfir í hálfleik og bættu þeir þremur mörkum við í þeim seinni og leikurinn endaði 4-0.

KFS tyllir sér því á toppinn en Álafos er í 5. sæti riðilsins með 13 stig.

Í D-riðli léku Geisli og Léttir í Aðaldal. Geisli hafði fyrir leikinn einungis 1 stig eftir markalaust jafntefli við toppbaráttulið ÍH í síðasta leik.

Í dag gerðu þeir betur og sigruðu sinn fyrsta leik í sumar með tveimur mörkum gegn einu marki gestanna úr Breiðholti, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

C-riðill

KFS 4-0 Álafoss
1-0 Daníel Már Sigmarsson ('37)
2-0 Iman Sarbazi, víti ('66)
3-0 Iman Sarbazi ('75)
4-0 Hjalti Jóhannsson ('89)

D-riðill

Geisli 2-1 Léttir
0-1 Markaskorara vantar ('30)
1-1 Markaskorara vantar (48')
2-1 Markaskorara vantar ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner