Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. júlí 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dýrasta lið sögunnar - Man City á flesta
Tveir af þremur dýrustu leikmönnum sögunnar.
Tveir af þremur dýrustu leikmönnum sögunnar.
Mynd: Getty Images
Þrír af fjórum dýrustu varnarmönnum heims eru í Man City.
Þrír af fjórum dýrustu varnarmönnum heims eru í Man City.
Mynd: Getty Images
PSG er með rándýra sókn.
PSG er með rándýra sókn.
Mynd: Getty Images
Daily Mail og Squawka settu saman dýrasta lið allra tíma og komust að svipaðri niðurstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að sjá afraksturinn.

Markvörður: Alisson
65m punda - Roma til Liverpool - 2018
Alisson varð langdýrasti markvörður heims þegar Liverpool ákvað að kaupa hann í sumar. Heldur Ederson úr byrjunarliði Brasilíu og var meðal bestu leikmanna Roma á síðasta tímabili.

Hægri bakvörður: Kyle Walker
47.5m-53m - Tottenham til Man City - 2017
Walker var besti hægri bakvörður ensku deildarinnar þegar Pep Guardiola fékk hann til City. Hefur aðlagað sig í að spila sem miðvörður í þriggja manna varnarlínu þegar þess þarf. Það gerir hann bæði fyrir fyrir City og enska landsliðið.

Miðvörður: Aymeric Laporte
57m-58.5m - Athletic Bilbao til Man City - 2018
Laporte er ungur miðvörður sem hefur verið gífurlega mikilvægur fyrir Athletic Bilbao og yngri landslið Frakklands undanfarin ár. Örvfættur, góður á boltann og getur leyst stöðu vinstri bakvarðar ef þess þarf.

Miðvörður: Virgil van Dijk
70.1m-75m - Southampton til Liverpool - 2018
Van Dijk varð dýrasti varnarmaður sögunnar þegar Jürgen Klopp keypti hann til Liverpool í janúar. Algjör lykilmaður í þrjú ár hjá Southampton og hefur byrjað mjög vel með sínu nýja félagi.

Vinstri bakvörður: Benjamin Mendy
51.75m - Mónakó til Man City - 2017
Mendy kom til City fyrir ári en lenti í slæmum meiðslum og var frá nánast allt tímabilið. Varð Englandsmeistari með City án þess að spila mikið og varð svo heimsmeistari með Frakklandi í sumar þrátt fyrir að spila aðeins 40 mínútur á mótinu.

Miðjumaður: Philippe Coutinho
112.5m-145m - Liverpool til Barca - 2018
Það tók Barcelona rúmt ár að krækja í brasilíska snillinginn Coutinho. Hann byrjaði rólega hjá spænsku risunum en var orðinn óstöðvandi undir lok tímabilsins. Skoraði tvö mörk í fjórum leikjum á HM og var meðal bestu manna Brasilíu.

Miðjumaður: Paul Pogba
89m-94m - Juventus til Man Utd - 2016
Pogba hefur átt góða og slæma kafla hjá Rauðu djöflunum en nú er það að duga eða drepast. Miðjumaðurinn öflugi sannaði sig með franska landsliðinu á HM og vilja margir stuðningsmenn sjá hann taka við fyrirliðabandinu.

Miðjumaður: James Rodriguez
67.5m-71m - Mónakó til Real Madrid - 2014
James átti frábært heimsmeistaramót 2014 og var markahæstur, með 6 mörk í 5 leikjum. Real keypti hann í kjölfarið fyrir metfé. Hann var góður hjá Real en ekkert sérstakur og er í dag á láni hjá FC Bayern.

Hægri kantur: Kylian Mbappe
121m-166m - Mónakó til PSG - 2017
Það voru ekki allir sannfærðir um að PSG ætti að eyða svo miklum pening í táning. Mbappe var ekki lengi að fá fólk til að skipta um skoðun og sannaði sig fyrir heimsbyggðinni á heimsmeistaramótinnu í sumar.

Sóknarmaður: Cristiano Ronaldo
105m - Real Madrid til Juventus - 2018
Besti leikmaður heims vildi skipta um andrúmsloft. Búinn að vinna allt með Man Utd og Real Madrid, nú er komið að Juventus.

Vinstri kantur: Neymar
198m-199.8m - Barcelona til PSG - 2017
Ein af umdeildari félagaskiptum sögunnar en á endanum komst Neymar til PSG án of mikilla vandræða. Neymar þarf ekki að kynna. Honum líður vel, hann er kóngurinn í París.
Athugasemdir
banner
banner
banner