Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. júlí 2018 23:00
Gunnar Logi Gylfason
Fabregas vill alls ekki missa Hazard
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea, vill að belgíski liðsfélagi sinn, Eden Hazard, haldi áfram hjá félaginu en hann hefur mikið verið orðaður við Real Madrid í sumar.

Hazard gekk til liðs við Chelsea árið 2012 og hefur verið mikilvægur í nokkrum deildar- og bikartitlum.

Á fjölmiðlafundi í Ástralíu, þar sem Chelsea eyðir stórum hluta undirbúningstímabilsins, sagði Fabregas hann vera besta leikmann liðsins.

Hazard er þó í fríi eftir að hafa leitt belgíska landsliðið til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu og hefur gefið það í skyn að hann vilji fara frá London til spænsku höfuðborgarinnar.

„Hann er okkar besti leikmaður," sagði Fabregas. „Við erum topp félag, við viljum vera topplið, við viljum vinna hluti, til þess þarftu þína bestu leikmenn. Eden er einn þeirra."

Spánverjinn var ekki hættur að hrósa Belganum.

„Hann er leikmaður sem við elskum allir að spila með, sérstaklega ég. Fyrir mér er hann okkar mikilvægasti leikmaður. Það elska hann allir - stuðningsmenn, félagið, leikmennirni og við þurfum hann. Hann veit það," sagði Fabregas að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner