Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fjögur ensk félög vilja Diego Reyes
Diego Reyes og Diogo Dalot, nýr leikmaður Man Utd, gegn Sadio Mane í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Diego Reyes og Diogo Dalot, nýr leikmaður Man Utd, gegn Sadio Mane í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Mexíkóski varnarmaðurinn Diego Reyes er gífurlega eftirsóttur um þessar mundir en samningur hans við Porto var að renna út.

Reyes er 25 ára og hefur verið fastamaður í landsliði Mexíkó undanfarin ár.

Everton, Newcastle, West Ham og Watford hafa öll áhuga á Reyes en þurfa að keppa við Fenerbahce, Real Betis og Sevilla.

Reyes gerði mjög góða hluti á láni hjá Real Sociedad og Espanyol frá 2015 til 2017. Hann átti svo þokkalegt tímabil með Porto þar sem hann spilaði 26 leiki en skrifaði ekki undir samningsframlengingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner