Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. júlí 2018 21:30
Gunnar Logi Gylfason
Gary Neville í rifrildi á Twitter vegna Salford City
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Einn eiganda fótboltafélagsins Salford City, Gary Neville, hefur verið ásakaður um að hafa 'stolið' sæti í neðstu atvinnumannadeild Englands, Vanarama National League.

Þessar ásakanir koma í kjölfar þess að Salford City, sem komst upp í deildina á síðasta tímabili, keypti Adam Rooney frá Aberdeen, sem endaði í 2.sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og munu borga honum 4 þúsund pund á viku.

Adam Holt, eigandi Accrington Stanley sem sigraði fjórðu efstu deild Englands í vor, er sá sem sakar Neville um þetta

Neville tók ekki vel í þessar ásakanir en viðurkenndi eigendur Salford hafa eytt háum fjárhæðum í félagið.

Andy Holt, eigandi Accrington Stanley, opinberaði að launakostnaður félagsins fyrir komandi tímabil væri 932 þúsund pund og bað Neville um að opinbera launakostnað síns félags.

Neville var þó ekki tilbúinn í það.

Fimm úr fræga '92 árgangnum hjá Manchester United eiga Salford City, þeir Ryan Giggs, Paul Scholes, Phil og Gary Neville, Nicky Butt auk auðjöfursins Peter Lim.

Frá því að þessi hópur tók yfir stjórnun félagsins árið 2014 hefur það þrisvar sinnum komist upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner