Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. júlí 2018 16:54
Ívan Guðjón Baldursson
ICC: Bayern kom til baka og setti þrjú gegn PSG
Renato Sanches fann sig ekki á láni hjá Swansea. Bayern telur hann þó eiga mikla framtíð fyrir sér og vill ekki selja hann.
Renato Sanches fann sig ekki á láni hjá Swansea. Bayern telur hann þó eiga mikla framtíð fyrir sér og vill ekki selja hann.
Mynd: Getty Images
Bayern 3 - 1 PSG
0-1 Tim Weah ('31)
1-1 Javi Martinez ('60)
2-1 Renato Sanches ('68)
3-1 Joshua Zirkzee ('78)

Bayern München mætti Paris Saint-Germain í öðrum leik æfingamótsins International Champions Cup.

Gianluigi Buffon var á milli stanganna hjá PSG sem tefldi fram varaliði. Adrien Rabiot og Lassana Diarra voru á miðjunni og Jese Rodriguez kom af bekknum. Restin af hópnum er í fríi. Bayern var með talsvert sterkara byrjunarlið og mun betri varmannabekk.

Liðin mættust í Austurríki og komst PSG yfir í fyrri hálfleik. Tim Weah, sonur hins goðsagnakennda George Weah sem er forsætisráðherra Líberíu, gerði markið eftir glæsilegan sprett.

Javi Martinez minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik með skallamarki eftir hornspyrnu. Renato Sanches kom Bayern svo yfir með marki beint úr aukaspyrnu af hægri kanti.

Aukaspyrnumarkið kom rúmri mínútu eftir að Buffon var skipt útaf fyrir hinn unga Remy Descamps, sem gleymdi að passa markmannshornið.

Joshua Zirkzee kláraði leikinn á lokakaflanum þegar hann skoraði af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Serge Gnabry.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner