Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. júlí 2018 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Skrifaði undir hjá Fulham - Fær ekki undanþágu frá herskyldu
Fulham vann úrslitaleik umspilsins gegn Aston Villa.
Fulham vann úrslitaleik umspilsins gegn Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Hinn 17 ára gamli Benjamin Davis skrifaði undir tveggja ára samning við Fulham á dögunum.

Davis er fyrsti leikmaðurinn frá Singapúr til að skrifa undir hjá ensku úrvalsdeildarfélagi.

Hann fær þó ekki undantekningu á tveggja ára herskyldu sem allir þegnar þurfa að gegna.

Búið er að safna yfir 20 þúsund undirskriftum til að veita Davis undanþágu svo hann geti þróað knattspyrnuhæfileika sína en singapúrska ríkisstjórnin segist ekki ætla að veita honum öðruvísi meðhöndlun en öðrum.

Mikið grín var gert að aðstoðarforsætisráðherra Singapúr vegna málsins, en hann hrósaði Frakklandi á dögunum fyrir gott uppeldisstarf í íþróttum. Í Frakklandi er ekki herskylda.
Athugasemdir
banner
banner