Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 22:00
Gunnar Logi Gylfason
Tottenham í vandræðum
Pochettino og Trippier
Pochettino og Trippier
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino er í vandræðum með leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil.

Tottenham hefur enn ekki keypt leikmann í sumar og eru margir leikmenn liðsins enn í fríi eftir Heimsmeistaramótið og er æfingahópurinn því þunnur.

Níu leikmenn liðsins komust í undanúrslit með landsliðum sínum og Pochettino vill gefa öllum leikmönnum 21 dags frí og munu þeir því mæta til vinnu sex dögum fyrir fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Hugo Lloris, sem varð heimsmeistari með franska landsliðinu, Harry Kane, Dele Alli, Danny Rose, Eric Dier, Kieran Trippier sem léku með enska landsliðinu og Toby Alderweireld, Jan Vertonghen og Mousa Dembele sem léku með því belgíska.

Auk þess er nýi völlur félagsins ekki klár og mun liðið byrja tímabilið á þremur útileikjum og leik á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner