Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vallarstarfsmönnum refsað eftir úrslitaleikinn
Dejan Lovren tók ekki vel í innrásina.
Dejan Lovren tók ekki vel í innrásina.
Mynd: Getty Images
Frakkland lagði Króatíu að velli með fjórum mörkum gegn tveimur í úrslitaleik heimsmeistaramótsins.

Frakkar voru 2-1 yfir þegar stöðva þurfti leikinn vegna vallarinnrásar snemma í síðari hálfleik.

Króatar höfðu byrjaði síðari hálfleikinn vel en skömmu eftir að leikurinn fór aftur af stað bættu Frakkar þriðja og svo fjórða marki sínu við.

Vallarstarfsmennirnir eru í vandræðum fyrir að hafa ekki tekist að stöðva innrásina. Fjórir mótmælendur úr röðum Pussy Riot ruddust inn á völlinn og reyndu að gefa leikmönnum háar fimmur þar til starfsmennirnir náðu þeim og ýmist drógu eða báru útaf.

„Þetta er fólk sem hagaði sér án þess að sýna öllum þeim starfsmönnum sem koma að úrslitaleik HM virðingu. Þetta fólk hefði átt að vera stöðvað af vallarstarfsmönnum," sagði Alexei Sorokin, yfirmaður skipulagsnefndar HM í Rússlandi.

„Þeir brugðust í starfi og þeim verður refsað fyrir það. Sem betur fer gerðist þetta bara einu sinni, þó það hafi verið í úrslitaleiknum sjálfum."

Mótmælendurnir fengu 15 daga fangelsisdóm fyrir athæfið og mega ekki mæta á íþróttaviðburði næstu þrjú árin.

„Við gerðum þetta fyrir málfrelsi og til að fordæma gjörðir FIFA," sagði Olga Kurachyova, sem var í mótmælendahópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner