Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vogunarsjóður tók yfir Milan - Stjórninni skipt út
Reknir.
Reknir.
Mynd: Getty Images
AC Milan er búið að staðfesta nýjan eiganda og nýja stjórn sem tekur yfir af kínverska viðskiptajöfrinum Li Yonghong.

Paolo Scaroni er nýr forseti Milan og var hans fyrsta verk að reka Li og Marco Fassone, framkvæmdastjóra. Auk þeirra voru kínversku stjórnarmennirnir reknir, þeir David Han Li, Lu Bo og Xu Renshuo.

Li keypti félagið og fékk 280 milljónir evra lánaðar frá vogunarsjóðnum Elliott Management. Li tókst ekki að borga til baka og núna hefur sjóðurinn tekið yfir félagið.

„Ég keypti Milan af ást við félagið, ég sé mikil tækifæri í framtíðinni. 30. júní 2018 var ég, í heildina, búinn að leggja 880 milljónir evra í félagið. Af þeim fékk ég 280 milljónir lánaðar frá Elliott," sagði Li.

„Ég var viss um að Elliott væri traustverðugur félagi en svo reyndist ekki. Ég gerði mistök og var alltof lengi að átta mig á þeim. Ég átti aldrei að treysta Elliott og ég mun berjast gegn þessari yfirtöku."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner