Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
   sun 21. júlí 2019 22:23
Sverrir Örn Einarsson
Arnar G: Elska svona leiki
Arnar þjálfari Víkinga
Arnar þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ágætlega sáttur þjálfari Víkinga Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal við fréttaritara Fótbolta.net eftir jafntefli liðsins gegn Val í Víkinni í kvöld.

Eftir að hafa lent 0-2 undir snemma í síðari hálfleik komu Víkingar til baka og náðu að jafna metin skömmu fyrir leikslok og tryggja sér mikilvægt stig í botnbaráttunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Valur

„Þetta var bara mjög flottur fótboltaleikur tveggja góðra fótboltaliða. Fótboltinn sem boðið var uppá hér í kvöld er í hæsta gæðaflokki á Íslandi.“

Sagði Arnar um leik kvöldsins og bætti svo við.

„Ég hefði helst vijað að dómarinn hefði bætt aðeins lengri tíma við því þetta var bara skemmtilegur leikur. Skemmtilegur fyrir áhorfendur, skemmtilegur fyrir mig líka ég elska svona leiki. “

Leikur Víkinga í sumar hefur verið að mestu leyti góður og hafa þeir fengið hrós fyrir þótt úrslitin hafi ekki fallið með þeim.
En er það ekki bara tímaspursmál hvenær það smellur?

„Jú ég held það. Þó að þú fáir svona góða leikmenn eins og Kára og Kwame þá er bara korter síðan þeir komu og þetta tekur tíma.“

Vika er eftir að glugganum hér heima. Er von á fleiri breytingum á leikmanna hópi Víkinga?

„Já það er ekkert launungarmál að okkur vantar einn leikmann til viðbótar. Einn leikmann til að færa liðið upp á næsta level og við erum að vanda valið okkar vel en það væri gríðarlega öflugt að landa einu stóru signing áður en að glugginn lokar.“

Sagði Arnar Gunnlaugsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner