Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 21. júlí 2019 14:30
Fótbolti.net
Aron Jó um meiðsli sín: Hreinn viðbjóður
Aron Jóhannsson er mættur til Hammarby.
Aron Jóhannsson er mættur til Hammarby.
Mynd: Twitter
Aron átti erfitt uppdráttar vegna meiðsla hjá Werder Bremen.
Aron átti erfitt uppdráttar vegna meiðsla hjá Werder Bremen.
Mynd: Getty Images
Það er nýtt lið og nýir tímar framundan hjá Aroni Jóhanssyni. Aron er kominn til Svíþjóðar og er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarfélagið Hammarby.

„Ég var samningslaus fyrr í sumar og búinn að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Mér fannst Hammarby skemmtilegasti kosturinn," sagði Aron í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær.

„Þetta er risaklúbbur á Skandinavískum mælikvarða. Ég held að það séu 25 þúsund manns að meðaltali á leik. Maður er að fara í skemmtilegan klúbb."

Hreinn viðbjóður
Hann hefur verið hjá Werder Bremen í Þýskalandi undanfarin ár en þar settu meiðsli strik í reikninginn hjá honum.

„Ég var í fjögur ár í Bremen og ég held að ég hafi verið meiddur í tvö og hálft ár. Það er hreinn viðbjóður."

„Að vera meiddur er ég búinn að kynnast því hvað maður þarf að leggja mikið á sig til að verða heill aftur. Dagarnir þegar ég er meiddur voru þrefalt lengri en dagarnir þegar ég var heill. Ég var upp á æfingasvæði frá níu á morgnana til fimm, sex stundum. Þá var ég í sjúkraþjálfun, æfingu, sjúkraþjálfun, hádegismatur, sjúkraþjálfun, æfing og svo sjúkraþjálfun."

„Þegar ég var orðinn heill aftur var þetta eins og að komast í gott frí. Þetta var mjög furðulegt."

„Fyrsta árið mitt lendi ég í nára-mjaðmavesni. Þá var ég frá í 11 mánuði. Á þriðja árinu tekur nýr þjálfari við og þá var ég ekki búinn að spila hjá gamla þjálfaranum í langan tíma. Hann tekur við og ég spila loksins, ég spila tvær mínútur eða eitthvað. Hann segir svo við mig að ég byrji næsta leik. Það er landsleikjahlé, síðan er æfingaleikur á mánudegi og keppnisleikur næsta laugardag. Í þessum æfingaleik meiði ég mig í hnénu. Þá er ég frá í þrjá mánuði eða eitthvað."

„Þegar ég kem til baka úr þessum meiðslum spila ég fimm, sex leiki. Það fyndnasta við þetta eða fyndnasta. Við vorum að ganga út á æfingu daginn eftir leik. Ég var að tala við þjálfarann og hann var að spyrja mig hvernig mér leið því daginn áður spilaði ég 15-20 mínútur. Mér hafði ekki liðið svona vel í tvö ár, ég fann ekki fyrir neinum meiðslum. Á þeirri æfingu er ég tæklaður í ökklann og frá í 11 mánuði. Ég hefði betur sleppt því að drulla þessum orðum út úr mér."

Hann segir að staðan á sér núna sé góð. „Hún er bara þokkaleg," segir Aron.

„Ég fékk gott sumarfrí því ég þurfti ekki að mæta til æfinga hjá neinu liði. Ég fékk átta vikna sumarfrí og það verður að viðurkennast að það var mjög þægilegt. Það er verið að koma mér hægt og rólega í gang. Miðað við hvernig þetta lítur út þá reikna ég með því að fá fyrstu mínúturnar á mánudag (á morgun)."

Stefni á að skora meira en hann
Aron á að fylla skarð Viðars Kjartanssonar hjá Hammarby, en hann var í láni þar frá Rostov. Viðar er farinn til Rubin Kazan í Rússlandi. Viðar skoraði sjö mörk í 15 leikjum fyrir Hammarby.

„Viðar setti háan standard. Það er bara skemmtilegt, ég er keppnismaður í húð og hár og stefni á að gera betur en hann hann. Það er langt í land fyrir mig."

Aron er orðinn 28 ára gamall og búinn að spila lítið síðustu ár. Telur hann sig vera búinn að missa getu í fótbolta í meiðslunum?

„Ég væri til í að koma aftur í viðtal í nóvember og þá getum við skoðað þetta," sagði Aron.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hérna. Það hefst eftir rúmar 20 mínútur.
Útvarpsþátturinn - Aron Jó og boltaspjall
Athugasemdir
banner
banner