Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. júlí 2019 23:30
Arnar Helgi Magnússon
De Ligt: Peningar höfðu ekki neitt að segja
Mynd: Getty Images
Matthijs De Ligt lék sinn fyrsta leik í búningi Juventus í dag þegar liðið tapaði gegn Tottenham í æfingamóti í Singapúr.

Hann kom inná sem varamaður á 63. mínútu leiksins. Hollendingurinn ungi segir að peningar hafi ekki haft neitt um það að segja við hvaða lið hann myndi semja við.

„Allir sem þekkja mig vita að það hafði engin áhrif á mína ákvörðun. Ég hef aldrei látið peninga stjórna ákvörðunum," segir De Ligt.

„Auðvitað eru leikmenn sem að láta peninga stjórna og ég virði það en það er auðvelt að halda þessu fram um mig, en þeir sem gera það þekkja mig ekki."

Hinn umdeildi Mino Raiola er umboðsmaður leikmannsins en hann er ekki allra.

„Hann er með mikla reynslu og ég hann er ekki eins og fólk heldur að hann sé. Ég held að þú getir spurt hvaða leikmann sem er álits á honum og það myndu allir hrósa honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner