Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. júlí 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson kannaðist ekki við að Zaha hefði beðið um sölu
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segist ekki vita til þess að Wilfried Zaha hafi beðið um að fá að yfirgefa félagið. Hann býst við því að Zaha verði áfram hjá Palace.

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá bað Zaha Palace um sölu í síðustu viku.

Hann er efstur á óskalista Arsenal og hefur hann mikinn áhuga á því að fara þangað.

Hodgson var búinn að segja að Arsenal hefði ekki komið nálægt verðmiða Palace á Zaha og eftir 1-0 tap gegn Nottingham Forest í æfingaleik á föstudag, sagði hann: „Hann hefur að minnsta kosti ekki talað við mig. Ég veit ekki hvort hann hefur talað við félagið."

„Eftir því sem ég best veit er hann að koma aftur, hann er okkar leikmaður. Ég hef engar upplýsingar fengið um að félagið hafi áhuga á að selja hann."

Zaha er í fríi þessa stundina eftir að hafa spilað með Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni.

Sagan segir að Everton hafi líka áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner