Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 21. júlí 2019 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kane skoraði sigurmark Tottenham úr miðjuboganum
Kane skoraði alvöru mark!
Kane skoraði alvöru mark!
Mynd: Getty Images
Juventus 2 - 3 Tottenham
0-1 Erik Lamela ('30)
1-1 Gonzalo Higuain ('56)
2-1 Cristiano Ronaldo ('60)
2-2 Lucas Moura ('65)
2-3 Harry Kane ('90)

Harry Kane reyndist hetja Tottenham þegar liðið mætti Juventus í International Champions Cup æfingamótinu í Singapúr í dag.

Erik Lamela sá til þess að Tottenham leiddi 1-0 í hálfleik, en Juventus byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 2-1. Gonzalo Higuain og Cristiano Ronaldo með mörkin.

Lucas Moura jafnaði eftir undirbúning frá nýja leikmanninum Tanguy Ndombele og var það svo Kane sem skoraði sigurmarkið stuttu áður en flautað var til leiksloka. Tottenham með 3-2 sigur á Ítalíumeisturunum í sínum fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu.

Sigurmarkið skoraði Kane með skoti úr miðjuboganum, Szczesny kom engum vörnum við. Sjón er sögu ríkari, markið má sjá hér að neðan.

Matthijs de Ligt lék sinn fyrsta leik fyrir Juventus, hann kom inn á sem varamaður á 63. mínútu.


Athugasemdir
banner
banner