Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. júlí 2019 12:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sami Harry sem við þekkjum og elskum"
Mynd: Getty Images
Wes Morgan, fyrirliði Leicester, segir að sögusagnir um félagaskipti til Manchester United eða Manchester City séu ekki að trufla varnarmanninn Harry Maguire.

Hinn 26 ára gamli Maguire hefur verið sterklega orðaður við bæði Manchester-félögin í sumar. Leicester vill fá meira en 75 milljónir punda fyrir Maguire en hann yrði þá dýrasti varnarmaður sögunnar.

Það að hann sé að fá fyrirsagnir í blöðum er samt ekki að trufla þennan öfluga varnarmann að mati Morgan.

„Þetta er sami Harry sem við þekkjum og elskum," sagði Morgan.

„Ég veit ekki hvað mun gerast en núna er hann leikmaður Leicester og við njótum þess að hafa hann hérna. Hann hefur ekkert sagt."

Maguire gekk í raðir Leicester fyrir 12-17 milljónir punda árið 2017. Ef Leicester selur hann í sumar mun félagið stórgræða.
Athugasemdir
banner
banner
banner