þri 21. júlí 2020 15:30
Fótbolti.net
Áhrif Óla Jó hjálpa Alex að blómstra ennþá meira
Ólafur Jóhannesson og Alex Þór Hauksson í leiknum gegn HK á föstudag.
Ólafur Jóhannesson og Alex Þór Hauksson í leiknum gegn HK á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. Munurinn á sendingum Stjörnunnar síðan í fyrra.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. Munurinn á sendingum Stjörnunnar síðan í fyrra.
Mynd: Wyscout - Stöð 2 Sport
Alex Þór Hauksson, fyrirliði Stjörnunnar, fær mikið hrós í leikgreiningu Arnars Hallssonar fyrir leik Stjörnunnar og HK í Pepsi Max-deildinni. Hinn tvítugi Alex hefur fest sig í sessi sem algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar undanfarin ár.

Leikurinn: Breyttur leikstíll Stjörnunnar - Uppskrift árangurs?

„Alex Þór var mjög áberandi í uppspili Stjörnuliðsins og er gríðarlega spennandi miðjumaður. Sennilega sá miðjumaður sem kemst næst spænska skólanum. Enginn leikmaður á vellinum komst nálægt honum í fjölda né gæðum sendinga," sagði Arnar í leikgreiningu sinni.

„Alex Þór var hreint út sagt frábær í þessum leik og hefur alveg gríðarlega þroskaða ákvarðanatöku fyrir svo ungan leikmann. Hann var sá sem tengdi Hilmar Árna inn í leikinn og lét hlutina tikka í Stjörnuliðinu. HK liðið pressaði hátt, einkum í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik en það var engin leið fyrir þá að vinna boltann af Alex Þór, sem passaði vel uppá boltann og var stöðugt að tengja við meðspilara sínu."

Arnar telur að Alex fari fljótlega að taka næstu skref á ferlinum en hann segir að breyttur leikstíll Stjörnunnar hjálpi honum að láta ljós sitt skína ennþá frekar.

„Alex Þór er ekki bara góður að tengja spil heldur les hann leikinn vel, heldur einbeitingu vel og þess vegna skýlir hann vörninni áberandi vel. En Alex Þór og Eyjólfur unnu boltann báðir 19 sinnum eftir að HK-liðið hreinsaði eða reyndi að tengja spil. Fróðlegt að svo sé því annars vegar er um margreyndan leikmann að ræða 35 ára gamlan fyrrum atvinnumann og landsliðsmann. Hins vegar er um að ræða 21 árs gamlan leikmann sem er að hefja sitt fjórða tímabil í efstu deild sem lykilmaður og er byrjaður að banka á landsliðsdyrnar. Spurningin er aðeins hvenær rétt er fyrir Alex Þór að taka næsta skref á sínum ferl," segir Arnar.

„Það sem er kannski athygliverðara eru áhrif Ólafs Jóhannessonar á leikstíl Stjörnuliðsins sem líklega hentar Alex Þór mjög vel. Liðið er það sem af er þessarar leiktíðar að leika um það bil 20% fleiri sendingum að meðaltali í leikjum sínum og hlutfall heppnaðra sendinga er hærra en á síðustu leiktíð. Lítið er búið af mótinu en Stjörnuliðið er að skapa og skora meira og heilt yfir stýra leikjum sínum það sem af er betur en á síðustu leiktíð."

Leikurinn: Breyttur leikstíll Stjörnunnar - Uppskrift árangurs?
Athugasemdir
banner
banner
banner