Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. júlí 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alaba vill fá 20 milljónir evra eins og þeir launahæstu
Mynd: Getty Images
David Alaba hefur látið yfirmenn sína hjá Bayern Munchen vita af því að hann vilji fá nýjan samning og biður hann um 20 milljónir evra í árslaun.

Austurríski bakvörðurinn hefur verið á mála hjá Bayern síðan 2010 og vilja þýsku meistararnir halda honum innan sinna raða.

Alaba varð 28 ára í síðasta mánuði og vill hann nú fá sömu laun og þeir Robert Lewandowski, Manuel Neuer og Thomas Muller fá hjá félaginu.

Núgildandi samningur Alaba rennur út næsta sumar og vinstri bakvörðurinn vill vera meðal launahæstu leikmanna félagsins samkvæmt heimildum Sport 1.

Samkvæmt lista Sportekz.com fær Alaba á núgildandi samning 10 milljónir evra og er því að biðja um tvöföldun á sínum launum.
Athugasemdir
banner
banner
banner