Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. júlí 2020 00:48
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Atli Viðar skoðaði vítaköll Blika: Aldrei víti
Blikar voru ekki sáttir við dómgæsluna.
Blikar voru ekki sáttir við dómgæsluna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómgæslan í leik Breiðabliks og Vals hefur verið talsvert í umræðunni. Blikar skoruðu eina mark sitt í leiknum úr víti en eru ósáttir við að hafa ekki fengið fleiri vítaspyrnur frá Ívari Orra Kristjánssyni dómara.

„Ég held að endursýningar sýna að við áttum ekki bara að fá eina heldur tvær vítaspyrnur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn en Valur vann 2-1 útisigur.

Vítaköll Blika voru skoðuð í Pepsi Max-Stúkunni á Stöð 2 Sport og voru menn ekki sammála Óskari. Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur þáttarins, telur að Ívar hefði gert rétt með því að benda ekki á punktinn í umræddum tilfellum.

„Aldrei víti og Ívar Orri gerði hárrétt þarna," sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur þáttarins, um fyrra tilfellið.

Í því seinna vildu Bikar fá vítaspyrnu á Sebastian Hedlund eftir að Brynjólfur Andersen Willumsson fór niður í teignum. Í þættinum á Stöð 2 Sport sést hinsvegar vel í einu sjónarhorninu að Hedlund fór í boltann.

„Mér fannst þetta vera víti alveg þar til við sáum þetta sjónarhorn. Einu mistökin sem Ívar gerði var að dæma ekki horn," segir Atli Viðar.

Mistök að losa Guðjón og Arnar?
Atli Viðar telur að Óskar Hrafn hafi líklega gert mistök með því að láta Guðjón Pétur Lýðsson (sem fór í Stjörnuna) og Arnar Svein Geirsson (sem var lánaður í Fylki) fara rétt fyrir gluggalok.

Það hefur kvarnast úr Blikahópnum vegna meiðsla og þá var Viktor Karl Einarsson í banni gegn Val. Liðið er nú án sigurs í fjórum síðustu leikjum.

„Við vorum allir að tala um það fyrir tímabil hvað Blikar væru með hrikalega flottan hóp. En nú er hann búinn að losa sig við... eða tveir af reyndustu gæjunum farnir. Þeir eru menn með reynslu í að vera í toppbaráttu og sú reynsla er farin," segir Atli Viðar á Stöð 2 Sport.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner