Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 21. júlí 2020 09:42
Magnús Már Einarsson
Heimild: Vísir 
Átta stórlið spurðust fyrir um Andra Fannar
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur komið við sögu í fimm leikjum með Bologna í Serie A á þessu tímabili.

Frammistaða Andra hefur ekki farið framhjá öðrum félögum en fimm stórlið á Ítalíu og þrjú á Englandi hafa spurst fyrir hann undanfarnar vikur. Andri sagði þetta href="https://www.visir.is/g/20201993174d/laerir-mikid-af-sudur-amerisku-kempunum" target="_blank">í viðtali við Vísi í dag.

„Ég frétti í COVID pásunni að það voru átta lið sem spurðust fyrir um mig. Fimm stórlið á Ítalíu og þrjú á Englandi en ég fékk aldrei að vita liðin, því miður,“ sagði Andri við Vísi en hann segist ánægður með tækifærið hjá Bologna og vill endurgjalda félaginu traustið.

„Ég er virkilega ánægður hér. Ég vil gefa þessu félagi allt sem ég hef upp á að bjóða og halda áfram að standa mig á æfingum og í leikjum.“

Bologna hefur boðið Andra nýjan samning og hann er að skoða það samningstilboð.

„Bologna buðu mér fimm ára samning og þetta er allt í vinnslu. Ég var á svona lægsta atvinnumannasamningi núna og átti eitt ár eftir af honum en þeir eru búnir að bjóða mér nýjan og betri samning. Við erum að skoða þetta og þetta kemur í ljós á næstu dögum," sagði Andri Fannar við Vísi.
Athugasemdir
banner
banner