Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júlí 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Henderson getur höndlað pressuna"
Dean Henderson
Dean Henderson
Mynd: Getty Images
David De Gea, markvörður Manchester United, ætti að vera áhyggjufullur um að halda markvarðarstöðunni en Ben Benson, fyrrum markvarðarþjálfari Dean Henderson, ræddi um gæði hans í viðtali við Athletic.

Mikil samkeppni er um markvarðarstöðuna hjá Manchester United fyrir næsta tímabil en Dean Henderson hefur spilað afar vel með Sheffield United á þessari leiktíð og átt stóran þátt í árangri þeirra.

Hann er á láni frá Manchester United en enskir fjölmiðlar telja að hann geti eignað sér stöðuna hjá United. Spænski markvörðurinn David De Gea gerði afdrifarík mistök í 3-1 tapinu gegn Chelsea í FA-bikarnum á dögunum og ætti hann að vera áhyggjufullur samkvæmt Benson sem þjálfaði Henderson hjá Carlisle.

„Ég er viss um að pressan er öðruvísi hjá Manchester United en ég sit hér og hugsa að ef það er einn leikmaður sem höndlað hana þá er það Dean Henderson," sagði Benson við Athletic.

„Hvort sem Man Utd ákveður að gera það núna eða ekki er undir þeim komið. Ég veit ekki hvað þeir eru að pæla en ég hef engar áhyggjur af honum."

„Lándsvölin hans Henderson hjá Sheffield United hefur verið mögnuð fyrir hann. Það sama má segja um dvöl hans hjá Manchester United sem hefur unnið vel með honum."

„Ef Dean getur haldið áfram að gera það sem hann hefur verið að gera og hann fær þessa á skorun til þess að bæta sig enn frekar þá eru engin takmörk yfir það sem hann ætlar sér,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner