Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. júlí 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Inter og Man City vilja Sanchez
Alexis Sanchez hefur fundið sig hjá Inter og lagt upp tíu mörk í öllum keppnum ásamt því að skora þrjú mörk
Alexis Sanchez hefur fundið sig hjá Inter og lagt upp tíu mörk í öllum keppnum ásamt því að skora þrjú mörk
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Inter hefur mikinn áhuga á því að halda Alexis Sanchez en hann er á láni frá Manchester United.

Sanchez, sem er 31 árs gamall, kom til Manchester United frá Arsenal árið 2018 en tókst ekki að finna sig hjá Man Utd þar sem hann gerði aðeins 5 mörk í 45 leikjum.

Hann var lánaður til Inter fyrir þetta tímabil en honum hefur tekist að finna sig á ný og hefur vakið mikinn áhuga fyrir frammistöðu sína með Mílanó-liðinu.

Giuseppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, hefur mikinn áhuga á því að halda Sanchez en að það sé of snemmt til að segja til um hvað gerist á markaðnum.

Samkvæmt Mirror hefur þá Manchester City lagt fram fyrirspurn um Sanchez en Pep Guardiola þjálfaði Sanchez hjá Barcelona í eitt tímabil áður en hann tók við Bayern.

„Við erum ánægðir með það sem hann er að gera og við kunnum að meta gæðin sem hann hefur. Við munum því vega og meta hlutina. Við viljum gera enn betur í sumar og búa til mixtúru af reynslumiklum leikmönnum með hugarfar sigurvegarans í bland við unga og efnilega leikmenn," sagði Marotta.
Athugasemdir
banner
banner