Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. júlí 2020 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeildin: Jason Daði jafnaði í uppbótartíma - Þróttarar fengu sárgrætilegt stig
Lengjudeildin
Birkir Þór Guðmundsson skoraði gott mark.
Birkir Þór Guðmundsson skoraði gott mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld, leikirnir voru fyrstu leikir sjöundu umferðar deildarinnar.

Í Grindavík gerðu heimamenn jafntefli gegn Mosfellingum og voru það þeir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefán Ingi Sigurðsson sem skoruðu mörk heimamanna í leiknum. Sigurður kom Grindvíkingum yfir strax á 2. mínútu en Kári Steinn Hlífarsson jafnaði leikinn á 8. mínútu. Stefán Ingi, lánsmaður frá Breiðabliki, kom heimamönnum yfir með marki á 66. mínútu leiksins. Það var svo Jason Daði Svanþórsson sem jafnaði leikinn fyrir gestina á 91. mínútu.

Í Laugardalnum náði Þróttur í sitt fyrsta stig þegar liðið fékk granna sína í Fram í heimsókn. Þórir Guðjónsson kom gestunum í Fram yfir á 38. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Birkir Þór Guðmundsson jafnaði leikinn á 82. mínútu. Það var af dýrari gerðinni: „HALLLLLLLÓOOOO! Þetta var af dýrari gerðinni! LAAAAAANGRI bið Þróttara eftir marki er lokið. Birkir Þór fær boltann vel fyrir utan teig og neglir honum í slánna og inn!" skrifaði Sigurður Marteinsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Þróttarar komust yfir á 90. mínútu en sjálfsmark alveg á lokasekúndunni kostaði tvö stig:

„Þetta er hreint út sagt ótrúlegt! Gunnlaugur verður fyrir því ólani að skalla boltann í eigið net! ," skrifaði Sigurður.

Þetta voru fyrstu mörk Þróttara fá því í fyrstu umferð og fyrsta stig liðsins í sumar, svekkjandi að þau voru ekki þrjú.

Grindavík 2 - 2 Afturelding
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson ('2 )
1-1 Kári Steinn Hlífarsson ('8 )
2-1 Stefán Ingi Sigurðarson ('66 )
2-2 Jason Daði Svanþórsson ('91 )
Lestu nánar um leikinn

Þróttur R. 2 - 2 Fram
0-1 Þórir Guðjónsson ('38 , víti)
1-1 Birkir Þór Guðmundsson ('82)
2-1 Esau Rojo Martinez ('90 )
2-2 Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('93 , sjálfsmark)
Lestu nánar um leikinn

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan, það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast!!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner