Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 21. júlí 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Málfríður Erna spáir í áttundu umferð Pepsi Max-deildarinnar
Málfríður í leik með Val.
Málfríður í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Kópavogsslagur í áttundu umferðinni.
Það er Kópavogsslagur í áttundu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson, sóknarmaður Álasunds í Noregi, var með fjóra rétta þegar hann spáði í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Áttunda umferðin hefst á morgun og Málfríður Erna Sigurðardóttir, leikmaður Vals, spáir í þá leiki sem framundan eru.

FH 2 - 1 KA (18 annað kvöld)
KA kemst yfir snemma leiks en heimamenn snúa taflinu við í seinni og skora sigurmarkið í uppbótartíma. Guðmundur Steinn skorar fyrir KA en Steven Lennon skorar bæði fyrir FH.

KR 3 - 0 Fjölnir (20:15 annað kvöld)
KR skorar þrjú mörk í fyrri hálfleik en setur svo í hlutlausan í seinni og sparar orku. Óskar Örn, Pálmi Rafn (víti) og Kristján Flóki skora mörkin.

ÍA 1 - 1 Stjarnan (18 á fimmtudag)
Skagamenn verða fastir fyrir á heimavelli eftir að hafa fengið skell í síðasta leik. Viktor Jóns skorar með skalla en Hilmar Árni jafnar metin undir lokin.

Grótta 2 - 6 Víkingur R. (19:15 á fimmtudag)
Víkingar vinna annan leikinn í röð 6-2. Óttar Magnús og Nikolaj með tvennur og Sölvi og Kári með sitt hvort skallamarkið eftir aukaspyrnur. Grótta skorar tvö klafsmörk eftir horn.

Valur 5 - 0 Fylkir (19:15 á fimmtudag)
Mínir menn vinna sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu og gera það með stæl. Patrik með þrennu, Haukur Páll og Siggi Lár með sitt hvort markið.

HK 2 - 2 Breiðablik (20:15 á fimmtudag)
Þetta verður svipaður leikur og á milli þessara liða í Kórnum á síðasta tímabili. Valgeir skorar eftir skyndisókn og Birnir Snær setur annað eftir einleik. Mikkelsen fiskar tvö víti og skorar úr þeim báðum.

Fyrri spámenn:
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Þorkell Máni Pétursson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Svava Kristín Grétarsdóttir (2 réttir)
Albert Brynjar Ingason (1 réttur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner