Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júlí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Manchester United setur Dortmund afarkosti með Sancho
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Jan Oblak.
Jan Oblak.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt það helsta. Njótið!



Manchester City er að kaupa Nathan Ake (25) varnarmann Bournemouth. (Guardian)

Manchester United ætlar að bjóða 80 milljónir punda í Jadon Sancho (20) kantmann Borussia Dortmund og segja við þýska félagið að taka því eða ekkert verði af kaupunum. (Star)

Chelsea er í viðræðum við Bayer Leverkusen um að kaupa Kai Havertz (21) á 70 milljónir punda. (Sky Sports)

Leverkusen vill fá 90 milljónir punda fyrir Havertz. 63 milljónir punda strax og 27 milljónir punda í bónusum. (Sun)

Bristol City er með Steven Gerrard, stjóra Rangers, efstan á lista sem næsta stjóra. (Bristol Post)

Chris Hughton (61) er í viðræðum um að taka við Bristol. (Mail)

Chelesa þarf að greiða 110 milljóna punda riftunarverð til að fá Jan Oblak (27) markvörð Atletico Madrid í sínar raðir. (Goal)

Mesut Özil (31), miðjumaður Arsenal, hefur hafnað Fenerbahce í Tyrklandi. (Bild)

Özil gæti hins vegar farið til tyrknesku meistaranna Istanbul Basaksehir. (90min)

Claude Puel, fyrrum stjóri Southampton og Leicester, gæti tekið við Watford. (Mirror)

Watford gæti lent í fjárhagslegum vandræðum ef að félagið fellur niður í Championship deildina. (Mail)

Arsenal gæti borgað 40 milljóna punda riftunarverð í samningi Joelson Fernandes (17) framherja Sporting Lisabon. (A Bola)

West Ham hefur ekki hafið viðræður um nýjan samning við fyrirliðann Mark Noble (33) en hann verður samningslaus næsta sumar. (Football Insider)

Tottneham vonast til að krækja í varnarmanninn Kim Min-jae (23) frá Beijing Guoan. Kim hefur verið kallaður „Suður-Kóreski Virgil van Dijk." (90 min)

Southampton hefur samþykkt að kaupa varnarmanninn Mohammed Salisu (21) frá Real Valladolid á Spáni. (Football Insider)

Newcastle hefur verið að skoða David Turnbull (21) miðjumann Motherwell. (Newcastle Chronicle)

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, hefur ekki séð fjölskyldu sína í tvo mánuði vegna kórónuveirunnar. (Express & Star)

Manchester United vill fá spænsku varnarmennina Marc Jurado (16) og Alvaro Fernandez (17) sem og norska framherjann Isak Hansen-Aaroen (15). (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner