Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júlí 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Meulensteen: Man Utd sagði pass við Van Dijk og eyddi of miklu í Maguire
Rene Meulensteen ásamt Sir Alex Ferguson
Rene Meulensteen ásamt Sir Alex Ferguson
Mynd: Getty Images
Rene Meulensteen, fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, segist ekki viss um að félagið ætti að eyða háum fjárhæðum í að fá Kalidou Koulibaly frá Napoli.

Meulensteen var í þjálfarateymi Manchester United fyrst frá 2001 til 2006 þar sem hann þjálfaði unglinga- og varalið félagsins en hann mætti svo aftur eftir stutta dvöl hjá Bröndby og var í þjálfarateymi aðalliðsins hjá Man Utd frá 2007 til 2013.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, mun væntanlega leita sér að miðverði í sumar til að spila við hlið Harry Maguire en Kalidou Koulibaly hefur verið orðaður við félagið á síðustu mánuðum.

Man Utd eyddi 80 milljónum punda í Maguire og er Meulensteen ekki viss um að það sé rétt hjá félaginu að eyða sömu summu í annan varnarmann.

„Félagið þarf klárlega annan miðvörð. Í hreinskilni sagt þá veit ég að fyrir nokkrum árum þegar Virgil van Dijk var enn hjá Southampton þá var Manchester United að íhuga að fá hann til félagsins," sagði Meulensteen.

„Það fór aldrei á flug en Liverpool ákvað að keyra á þetta því félagið sá hvaða hæfileika hann hafði að geyma. Félagið sá þennan hraða, kraft og í raun allt sem hann hafði upp á að bjóða."

„Það eru nokkrir hlutir sem þarf að spá í ef þú ætlar að ná í góðan og sterkan miðvörð. Getur hann spilað með smá pláss fyrir aftan sig? Það eru allir að tala um Koulibaly og að fá hann inn en hann gæti valið fjögur eða fimm félög svo það er ekki gefið að hann komi."

„Að kaupa varnarmann á 80 milljón punda. Ef þú berð þetta verð saman við frammistöðu Van Dijk á síðasta tímabili og þessu tímabili þá er Van Dijk með ágætis forskot."

„Fyrir mér var Maguire 50 eða 60 milljón punda virði. Ekki meira en það,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner