Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júlí 2020 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moyes: Solskjær fengið tíma sem ég fekk ekki
Mynd: Getty Images
„Þetta er frábært félag og frábær staður til að vera á - stærsta félag í heimi að mínu mati," sagði David Moyes, stjóri West Ham, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út í leik West Ham og Manchester United á Old Trafford á morgun.

„Ole var í brekku [eftir mjög góða byrjun sem stjóri] en munurinn á honum og mér er að hann fékk tíma. Hann tók inn leikmenn úr unglingastarfinu sem er það sem United stendur fyrir. Núna eiga þeir nokkra mjög spennandi uppalda leikenn," sagði Moyes og vitnar þá í að hann hafi ekki fengið að klára heila leiktíð sem stjóri Man Utd þegar hann tók við af Sir Alex Ferguson.

Moyes vill meina að hann hafi ekki fengið þann stuðning sem Solskjær hefur fengið. Moyes hrósar Solskjær fyrir sitt starf til þessa og finnst sérstaklega flott það sem Ole er að gera með ungu leikmenn United.

Leikur Manchester United og West Ham hefst klukkan 17:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner