Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. júlí 2020 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Smári spáir í 7. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefán Pétursson og Brynjar Skúlason.
Björgvin Stefán Pétursson og Brynjar Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bretinn Lucas Arnold var með tvo rétta þegar hann spáði í sjöttu umferð Lengjudeildar karla.

Óskar Smári Haraldsson, þáttastjórnandi Ástríðunnar hér á Fótbolta.net, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Stjörnunnar og leikmaður Tindastóls spáir í spilin fyrir sjöundu umferðina sem hefst í kvöld.

Grindavík 1 - 2 Afturelding (19:15 í kvöld)
Hörkuleikur suður með sjó. Strákarnir hans Magga hafa spilað rosalegan sambabolta undanfarið, en breyting verður á því vegna mikils vinds. Þrátt fyrir það spái ég 1-2 sigri, Aftureldingu í vil, þar sem Jason Daði og Andri Freyr koma þeim í 2-0 í fyrri hálfleik. Leggja þeir einnig upp á hvorn annan. Sárabótamark frá hinum eina sanna (Hermann Ágúst Björnsson) kemur því miður of seint fyrir Grindavík. Alexander Aron fær gult fyrir að sýna leikmönnum Grindavík bicepinn á sér.

Þróttur R. 0 - 3 Fram (19:15 í kvöld)
Þróttarar í bullandi vandræðum á meðan Fram eru með hörkulið og hefur byrjað vel. Þetta verður 0-3 örruggur sigur Fram þar sem Alex Freyr og Alexander Már koma þeim 2-0 yfir snemma í fyrri hálfleik. Gunni Gunn fær svo uppreisn æru gegn sínum gömlu félögum og setur eitt af dýrari gerðinni í seinni.

Vestri 2 - 3 ÍBV (17:30 á morgun)
Leikur umferðarinnar. Mörk, hasar og rauð spjöld. ÍBV verður lengi í gang og lenda 2-0 undir þar sem Nacho Gil og Pétur Bjarna skora mörkin fyrir Vestra. Eigandi ÍBV, hann Daniel Geir Moritz, kemur óvænt inn í klefa í hálfleik og urðar yfir menn sem verður til þess að ÍBV kemur til baka og vinnur 2-3. Tvö mörk frá Gary og Jonni Inga heldur áfram að setja hann. Sammi, formaður Vestra, fer svo á Twitter eftir leik og baunar yfir sólatæklingu frá Óskari Zoega sem fær verðskuldað rautt spjald.

Leiknir F. 1 - 0 Keflavík (19:00 á morgun)
Óvæntustu úrslit umferðinnar. Taktískur sigur hjá töframanninum Brynjari Skúlasyni. Björgvin Stefán Pétursson, betur þekktur sem herra Austurland, skorar late winner. Keflavík mun eiga færin en Leiknir refsar í lokin með góðri skyndisókn.

Leiknir R. 4 - 1 Víkingur Ó. (19:15 á morgun)
Leiknir Reykjavík eru á leið í Pepsi Max-deildina á næsta ári og vinna 4-1 sigur á Víkingi Ólafsvík. Nýi skólinn mætir þeim gamla þar sem Siggi Höskulds pakkar Guðjóni saman. Vuk skorar tvö, Sævar Atli og Ágúst Leó sitt hvort markið. Gonzalo skorar fyrir Víking.

Þór 3 - 1 Magni (19:15 á morgun)
Skemmtilegur leikur sem verður í járnum alveg fram að lokum. Það verður 0-0 í hálfleik en Þórsarar skora snemma í seinni þar sem Loftur Páll stangar boltann inn eftir hornspyrnu. Jónas Björgvin mun svo tvöfalda forystuna fljótlega en fá svo rautt spjald stuttu seinna. Fannar Örn Kolbeins kemur óvænt inn í vörn Magnamanna og minnkar muninn þegar hálftími er eftir með langskoti. Magnamenn munu svo liggja svolítið á Þórsurum, en í lokin gerir Alvaro Montejo endanlega útaf um leikin með frábæru einstaklingsframtaki og tryggir stigin þrjú í Þorpið.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Jón Arnar Barðdal (3 réttir)
Anna Björk Kristjánsóttir (2 réttir)
Hörður Ingi Gunnarsson (2 réttir)
Lucas Arnold (2 réttir)
Hrafnkell Freyr Ágústsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner