Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   þri 21. júlí 2020 22:40
Birna Rún Erlendsdóttir
Pétur: Höfum oft spilað betur
Grótta vann Hauka 1-0 í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Pétur Rögnvaldsson, aðstoðarþjálfari Gróttu.
Pétur Rögnvaldsson, aðstoðarþjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Höfum oft spilað betur, sérstaklega sóknarlega, en virkilega sætur sigur þar sem að við vorum búin að spila vörn stóran hluta seinni hálfleiks. Okkur gekk illa með boltann þannig að ná að loka þessu er mikið styrkleikamerki. Tilfinning er góð en það er margt hægt að laga til að gera betur, stutt í næsta leik.“ sagði Pétur Rögnvaldsson, aðstoðarþjálfari Gróttu eftir 1-0 sigur á Haukum í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 1 -  0 Haukar

„Út á vellinum í seinni hálfleik ætla ég ekkert að fara ljúga, Haukarnir voru meira með boltann og sköpuðu sér meira, en Tinna Brá var alltaf eitthvernveginn solid í markinu og varnarlínan flott. Við vorum meira í vörn í dag heldur en oft áður.“

Þjálfarar Gróttu gerðu breytingu á varnarlínunni í kvöld. Sigrún Ösp, sem hefur spilað í hjarta varnarinnar var fyrir framan vörnina í kvöld. 

„Pælingin tengist í rauninni bara að það eru þrír dagar í að við förum til Húsavíkur og þetta er bara hreyfing á liðinu sem er bara eðlileg í álagi sem er núna og búið að vera seinustu daga og vikur.“ 

Grótta er í 3.sæti deildarinnar og segir Pétur að sjálfstraustið er á mjög góðum stað. Þegar hann var spurður um hvort að liðið ætlaði að blanda sér í toppbaráttuna í deildinni, sagði hann að Grótta hugsi bara um einn leik í einu.

„Við tökum einn leik í einu og það eru þrír leikir eftir af fyrri umferðinni og ætli við tökum ekki bara stöðuna eftir fyrri umferðina og sjáum hvar við stöndum þá. Þangað til þá er óþarfi að fara eitthvað gaspra í þig að við ætlum að gera hitt og þetta. Það er bara einn leikur í einu eins og staðan er núna.“

Viðtalið í heild sinni má nálgast hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner