þri 21. júlí 2020 20:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís Jane skoraði tvö mörk á rétt rúmri mínútu
Sveindís með tvö mörk með stuttu millibili.
Sveindís með tvö mörk með stuttu millibili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik leiðir 2-0 gegn Val í leik liðanna í Pepsi Max-deild kvenna þegar 53 mínútur eru liðnar af leiknum. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði bæði mörkin til þessa og það með stuttu millibili.

Markalaust var í leikhléi en hlutirnir gerðust mjög hratt í upphafi seinni hálfleiks.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!

„MAAAARK! Það tók Breiðablik 33 sekúndur að skora mark! Sveindís Jane klárar framhjá Söndru með góðu skoti eftir frábæran undirbúning Öglu Maríu sem fór illa með Málfríði áður en hún sendi fyrir á Sveindísi," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í beinni textalýsingu á 46. mínútu og næsta færsla var einnig mark frá Breiðabliki:

„HVAÐ ER AÐ GERAST? SVEINDÍS JANE JÓNSDÓTTIR ER BÚIN AÐ SKORA TVÖ MÖRK Á MÍNÚTU HÉR Í UPPHAFI SÍÐARI HÁLFLEIKSINS. Blikar unnu boltann nánast strax eftir að Valur tók miðju og Berglind Björg átti fallega sendingu yfir Valslínuna og í hlaupaleiðina hjá Sveindísi sem óð í átt að marki og kláraði vel framhjá Söndru. Rosaleg byrjun á seinni hálfleik hjá Blikum!" skrifaði Mist á 47. mínútu.

Það liðu 63 sekúndur milli marka Sveindísar.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!
Athugasemdir
banner
banner