Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 21. júlí 2020 22:48
Mist Rúnarsdóttir
Sveindís um þrennuna: Ekkert stórkostleg mörk
Sveindís var geggjuð í kvöld og skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild
Sveindís var geggjuð í kvöld og skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ógeðslega gaman að fá svona sterkt Valslið á heimavöllinn okkar og rústa þeim eiginlega,“ sagði markahrókurinn Sveindís Jane Jónsdóttir eftir magnaðan 4-0 sigur á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Valur

Blikar gerðu nánast út um leikinn með tveimur mörkum strax í upphafi síðari hálfleiksins.

„Við ætluðum að koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og keyra á þær. Það er svo gott að fá mark svona í byrjun seinni hálfleiks. Það breytti alveg öllu,“ sagði Sveindís en eftir að hafa náð svona góðri forystu gátu Blikar legið til baka en um leið haldið áfram að ógna með skyndisóknum enda með gríðarlega öfluga leikmenn fremst á vellinum.

„Við vinnum leikinn eiginlega á þessum tveimur mörkum. Við vorum ótrúlega rólegar í vörninni og spiluðum ótrúlega vel og uppskárum fjögur mörk.“

Sveindís fór sjálf á kostum í leiknum og skoraði þrjú fyrstu mörk Breiðabliks. Þar með gerði hún sína fyrstu þrennu í efstu deild og var eðlilega kampakát með það.

„Það er geggjað og sérstaklega á móti svona góðu liði. Það var ótrúlega gaman að skora þessa þrennu,“ sagði Sveindís sem lýsti mörkunum sínum á heldur mínimalískan máta.

„Þau voru fín. Ekkert eitthvað stórkostleg. Ég bara lagð‘ann.“
Nánar er rætt við sóknarmanninn unga og öfluga í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner