Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 21. júlí 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Bale: Hann er ekki á förum frá Real Madrid
Gareth Bale er ekki að fara neitt
Gareth Bale er ekki að fara neitt
Mynd: Getty Images
Jonathan Barnett, einn öflugasti umboðsmaður heims og jafnframt umboðsmaður Gareth Bale hjá Real Madrid, segir leikmanninn ekki á förum frá Real Madrid.

Gareth Bale er orðinn þreyttur á veru sinni hjá Real Madrid og það hefur sýnt sig á viðhorfi hans síðasta árið eða svo. Hann fær ekkert að spreyta sig og hefur lítinn sem engan áhuga á að vera á Spáni.

Það þykir sérstakt að maður með þessi gæði fær ekki að njóta sín á vellinum en hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og spænsku deildina tvisvar. Hann hefur reynst liðinu gríðarlega mikilvægur en er í frystikistunni í dag.

Zinedine Zidane og Bale nær ekki saman en þrátt fyrir það blæs umboðsmaður Bale á orðróm þess efnis að hann sé á förum.

„Gareth er góður. Hann á tvö ár eftir af samningnum hjá Real Madrid. Hann nýtur þess að búa í Madríd og er ekki á förum," sagði Barnett.

„Hann er jafngóður og þeir sem eru fyrir hjá félaginu og það er undir Zinedine Zidan komið. Auðvitað er áhugi á honum en önnur félög hafa varla efni á að fá hann. Það er auðvitað slæmt að hann sé ekki í liðinu í augnablikinu en hann fer ekkert."

Bale vill spila fyrir Wales á Evrópumótinu sem fer fram árið 2021 og er það markmið hans að vera klár fyrir mótið en er lán í myndinni?

„Hann vill spila fyrir Wales á EM. Hann vill alltaf gera vel fyrir Wales en Gareth er einn besti leikmaður heims og bestu leikmenn heims fara ekki á lán," sagði Barnett í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner