Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   fös 21. ágúst 2015 20:18
Alexander Freyr Tamimi
Guðrún: Eins og að vera með tólfta og þrettánda
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir stóð sem fyrr eins og klettur í vörn Breiðabliks þegar liðið vann sanngjarnan 1-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Með sigrinum eru Blikar svo gott sem orðnir meistarar, þær eru með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrjú stig eru eftir. Guðrún og félagar hafa nú haldið hreinu í yfir 1.000 mínútur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

„Ég er mjög ánægð, liðið allt vann rosalega vel saman og gerði það sem þurfti. Meðan við höldum markinu hreinu þurfum við bara eitt til þess að vinna og svoleiðis var þetta í dag," sagði Guðrún við Fótbolta.net.

„Varnarvinnan byrjar uppi á topp og það er það sem er að skila þessu. Þetta er ekki bara vörnin eða markmaðurinn, þetta er allt liðið. Ég held að þær hafi ekki fengið neitt opið færi og við fengum ágætis færi til að skora fleiri mörk."

Guðrún segir að enn sé ótímabært að fagna titlinum þó staðan sé góð.

„Það eru ennþá fjögur skref eftir sem við þurfum að taka. Það er hörkuprógramm framundan, við eigum toppliðin eftir fyrir utan Stjörnuna, þannig við getum ekki farið að fagna neinu."

Stuðningsmenn Breiðabliks voru mættir í hundruða tali á völlinn og stuðningssveitin Kópacabana söng og trallaði allan leikinn. Guðrún er þakklát fyrir stuðninginn.

„Þetta var eins og að vera með tólfta og þrettánda manninn, þetta var fáránlegt. Þeir eru æði."
Athugasemdir
banner