Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. ágúst 2018 07:15
Fótbolti.net
Hófið - Valur meistari, KR í Evrópu og Fjölnir niður?
Verður Íslandsmeistarabikarinn áfram geymdur á Hlíðarenda eftir tímabilið?
Verður Íslandsmeistarabikarinn áfram geymdur á Hlíðarenda eftir tímabilið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hressleiki á Akureyri!
Hressleiki á Akureyri!
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nánd í Lautinni.
Nánd í Lautinni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kristinn Jónsson skallar knöttinn í sigri KR gegn KA.
Kristinn Jónsson skallar knöttinn í sigri KR gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stigasöfnun FH gengur hægt.
Stigasöfnun FH gengur hægt.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net
Fótbolti.net heldur áfram að gera upp 17. umferð Pepsi-deildarinnar. Úrvalsliðið var opinberað í gærkvöldi og Birkir Már Sævarsson valinn leikmaður umferðarinnar. En nú er komið að lokahófinu!

Það sem Lucas lærði: Eftir hverja umferð gefur Lucas Arnold, enskur aðdáandi Pepsi-deildarinnar, sitt álit á því sem stóð upp úr.

„Jæja, jæja, jæja... það lítur út fyrir að Valur geri það aftur. Allra augu voru á Kópavoginum og meistararnir sýndu af hverju þeir bera þessa nafnbót. Ég hefði viljað sjá Breiðablik gera betur en það var augljóst að Valur er með betri reynslu í að klára dæmið. Dion Acoff, sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér, hljóp alla í kaf. Hraði hans blandaður við afgreiðslur Pedersen er of mikið fyrir flest lið að höndla. Og ég þarf ekki einu sinni að minnast á hversu góður Birkir Már var."

„Á hinum enda töflunnar. Var þetta stig sem Fjölnir bjargaði í lokin nóg fyrir þá? Tel að þetta hafi verið leikur sem þeir þurftu að vinna. Næstu fjórir leikir þeirra eru: Valur (ú), Stjarnan (h), Grindavík (ú) og Breiðablik (h). Hversu mörg stig fá þeir úr þessu? Fylkir á ekki auðvelda leiki en er með miklu meiri meðbyr með Ólaf Inga í liðinu. Gæti Víkingur dregist í þetta? Allt veltur á því hvenær Sölvi snýr aftur."

„Fimm umferðir eftir og það er enn kapphlaup um fjórða sætið sem KR er með aðra höndina á. Fallbaráttan er spennandi og titilbaráttan næstum galopin. Ef ég ætti að veðja núna? Valur meistari, KR í fjórða og Fjölnir niður."

Leikur umferðarinnar: Toppslagur Breiðabliks og Vals í Kópavogi. Valsmenn betri og unnu 3-1 útisigur. Sjá skýrsluna.

EKKI lið umferðarinnar: Jajalo fékk skráð á sig sjálfsmark, mikilvægir menn Breiðabliks voru ekki að finna sig, Þórir Guðjónsson klúðraði víti og Færeyingar í FH þurfa að gera betur.


Dómari umferðarinnar: Sigurður Hjörtur Þrastarson hefur komið flottur inn í Pepsi-deildina. Hann fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í bikarúrslitaleik kvenna og fékk svo 9 fyrir leik Fylkis og FH.

Góð umferð fyrir...

- Óla Jó sem sótti þrjú stig í Kópavoginn og skaut á leikstíl Blika eftir leikinn.

- Andreas Larsen markvörð Víkinga sem sýndi hvers hann er megnugur og var maður leiksins gegn Fjölni.

- Óla Stefán Flóventsson og hans menn. Eftir skell gegn Val sýndu Grindvíkingar aftur klærnar og gripu í stig gegn Stjörnunni.

- Aron Snæ Friðriksson, markvörð Fylkis, sem átti stórkostlega vörslu í 1-1 jafnteflinu gegn FH og var valinn í lið umferðarinnar.

- Varnarleik KR. Liðið hefur fengið á sig eitt mark í síðustu fimm deildarleikjum.

- Eyjamenn. ÍBV skellti í alvöru umgjörð á á sólskinsdegi í Eyjum þar sem boði var upp á fríar pylsur og ískalda. Ísfélagið var í sumarskapi og bauð öllum frítt á leikinn. Leikmenn fylgdu þessu eftir og lönduðu þremur mikilvægum stigum.

Vond umferð fyrir...

- Varnarleik Blika sem hefur fengið verðskuldað lof í sumar. Þrjú mörk á sig gegn Valsmönnum.

- Erling Agnarsson, leikmann Víkings, sem svaf illilega á verðinum og gleymdi að dekka sinn mann þegar Fjölnir jafnaði með flautumarki í Grafarvogi.

- Bæjarbúa í Grindavík sem fengu skammir í Pepsi-mörkunum.

- Túfa, þjálfara KA. Stillti upp varnaruppstillingu gegn KR á heimavelli og það skilaði engu. KA-liðið gerði ekkert fram á við og var leiðinlegt áhorfs.

- Keflavík. Enn og aftur. Leikmenn og þjálfari Keflavíkur töluðu um það í viðtölum að Eyjaliðið hafi verið slappt í leiknum. En niðurstaðan er samt sú að ÍBV fékk þrjú stig en Keflavík núll.

- Stuðningsmenn FH sem þurfa að horfa upp á lið sitt halda áfram í brattri brekku. Það voru fáir FH-ingar sem mættu í Lautina og Fylkismenn skutu á Twitter:

Lukkukrakki umferðarinnar:

Twitter - #Fotboltinet

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner