Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. ágúst 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Henry í viðræðum við Bordeaux
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Bordeaux hefur hafið viðræður við Thierry Henry um að hann taki við sem næsti þjálfari liðsins.

Gus Poyet var rekinn frá Bordeaux á dögunum eftir að hann gagnrýndi forráðamenn félagsins harðlega fyrir að selja framherjann Gaetan Laborde til Montpellier án sinnar vitneskju.

Henry hefur verið aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins síðan árið 2016 en hann gæti nú tekið að sér sitt fyrsta þjálfarastarf.

Henry gerði garðinn frægan með Arsenal en hann spilaði einnig með Mónakó, Juventus, Barcelona og New York Red Bulls á ferli sínum.

Sjá einnig:
Wenger: Henry hefur áhuga á að taka við Bordeaux
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner